sunnudagur, september 19, 2004

Ekki þunnur og sól skín í heiði

Það er nú það....Ég vaknaði klukkan 8 í morgun og var ekkert þunnur, kannski af því að ég er í bindindi þangað til að Danaprinsinn mætir á klakann 9 okt. og var þar af leiðandi ekki að drekka í gær. Ég renndi í sveitina í gær aðeins til að taka púlsa og var að myndast ansi mikil stemming þegar ég yfirgaf Helluna um hálf 2 fullt af fólki á öllum götuhornum og á börum bæjarins ( mar hefði ekkert haft á móti blekun á svæðinu en mar er svo dannaður eitthvað)....................

Uhh gleymdi að koma með létta bíógagnrýni fór á föstudagskvöldið á myndina Harold and Kumar go to White Castle, því sumir sögðu að þetta ætti að vera algjör snilld. Þetta er mynd frá þeim sömu og gerðu Dude, Where's My Car? sem var snilld, en þessi er hálfgert flopp. Hún er um náttúrulega ekki neitt nema ferð þeirra félaga í leit að þessum blessaða white castle. Það eru nokkrir góðir punktar í henni en í heildina of langdregin og var ég farinn að lýta oft á klukkuna þegar líða fór á myndina. Uhh hún fær 2 ½ drulluköku bara því Dís fékk 2 hjá mér...Þessi er kannski skárri....

Í dag er mar að fara að vinna eins og aðra sunnudaga ( ekki þunnur ). Vek athygli á því að Framarar eru að spila í dag við Keflavík í botnslagnum og vona ég svo sannalega að þeir tapi og þá að KA og Víkingur vinni sína leiki eða allavega annað liðið, þá fellur fram og myndi það bjarga geð heilsunni hjá mér í þessu fallega bindindi.....

Æó......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home