föstudagur, september 03, 2004

Fimmtudagur eða föstudagur......skiptir ekki djak

Jæja þá kemur mar ferskur úr barnapíu störfunum....Var að passa Sigvarð litla, það gekk nú ágætlega með hjálp stubbana. Annars er það að frétta að þynkan hefur aðeins verið að naga mann í dag. Það var heljarinnar steggjapartý í gær þegar Trausti var tekinn svona létt í gegn af okkur Steina, Ingvari og Billa. Byrjuðum á að sulla svona létt og fórum svo í gokart, Trausta var troðið í barnabíl og var árangurinn hjá honum eftir því, ég startaði síðastur og fór nú mikill tími í að komast fram úr hægfara bílum en það tókst fyrir rest...helv hann Billi startaði fyrstur og náði ég nú ekki að ógna honum en nóg um það......

Ferðinni var þaðan heitið í húsdýragarðinn þar sem við plötuðum gaurinn til að vaða með selunum það var reyndar í leyfisleysi, Fórum svo í miðbæinn og þaðan í kringluna og lenti Trausti í ýmsu spennandi þar, ætla að reyna að koma inn myndum á næstunni. Darrinn yfirgaf kallana um 6 leytið og var Garon þá plataður í sullið ( án teljandi vandræða ) Fórum á Ameríska stílinn í skipholti og röltum þaðan á plön bæjarins. Held að það hafi nú verið farið að birta þegar mar réðst í koddaslaginn.

Á morgun er svo stóri dagurinn hjá Trausta, ég og Ingvar erum veislustjórar og vona ég að það gangi allt vel, ég kem reyndar örugglega til með að þegja þangað til ég verð búinn að fá mér svona 3-4...........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home