miðvikudagur, september 15, 2004

Hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður ?

Jæja þá styttist í enn eina helgina og eru víst réttir fyrir austan og því fylgir víst alltaf réttarball... Hljómsveitin Ernir munu leika fyrir dansi....það væri nú gaman að sjá hvort fólk sé almennt að spá í að leggja leið sína þangað ???.....sveitin rúllar......humm

Núna er mar heima að reyna að föndra saman skýrslu í efnafræði sem ég á að skila á morgun, alltaf allt á síðasta snúning eins og gengur, þetta er eitthvað svo týpískt að mar hefur heila viku en endar með að byrja seint kvöldið fyrir skil. Hver kannast ekki við þetta ????????? ef svo er ekki þá öfunda ég þig.

Ég fékk tilboð í Honduna....ég ætla að sofa á því í nótt sem og nöfnunum á litlu fallegu blómin mín tvö.

Annað kvöld kem ég svo til með að sækja Leifa og hans fjölskyldu á keflavíkurflugvöll og eru þau að flytjast aftur á klakann eftir að hafa búið í Danmörku í uhhhh c,a 3 ár..(er bara að skjóta er ekki alveg með það á hreinu) ....Hlakka til að sjá þau....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home