þriðjudagur, september 21, 2004

Og hafðu það ópal

Jæja sagði hann og hló......Allir kátir hér á bæ og horfa björtum augum fram á veginn. Ég hafði það að versla mér nýjan bíl í dag og er það að þessu sinni fjólublá 3 dyra, Toyota Corolla árg 99 ekinn 43 þús....svona þokkalegaur bíll sem ég ætla að leggja allt mitt traust á að komi mér á milli a og b, en hann er samt til sölu sko ef það vantar einhverjum svona tík.

Annars að frétta að það er svona léttur slatti að gera í þessu skóla dóti...þessi 4. og 5. vika eru eitthvað voða mikið svona próf og verkefna tími. Mar er svosem ekkert yfir sig stressaður og tekur því bara með jafnaðargeði, svona mátulega hörðum höndum.

Uhh þeir sem hafa áhuga á að ræða leikinn sem fram fór í gærkvöldi eru vinsamlegast beðnir um að gera það annars staðar en á vefnum www.4seti.blogspot.com. Þetta er skipun........................

Hvað þetta Gokart dæmi snertir þá sýnist mér á öllu að það séu frekar fáir sem þora í kallinn ??????????

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home