mánudagur, september 13, 2004

Pass

Að vera eða ekki vera...........Ég er að spá í að vera bara. Var að koma úr ræktinni og er fátt meira hressandi á síðkvöldum og þó...Þessir dagar bara líða og líða og maður hefur nóg að gera, nær ekki einusinni að halda tímaplani ( en það er reyndar eitthvað sem hefur aldrei verið í lagi hjá mér). Ég held samt að þetta sé aðeins að koma með skipulagninguna þó fyrr hefði verið...
góð tenging
Ég fór með skipulagsstjóranum í Ikea eftir skóla og afrekaði mar að eyða alveg slatta af aurum í eitthvað dót sem mar veit varla hvað mar á að gera við en ég hlýt að finna út úr því...Þar á meðal voru 2 blóm og reikna ég með því að þau komi til með að dafna vel hér í holtinu, óskað er hér með eftir nöfnum á þau...Ég er nokkuð heitur fyrir nafninu Gústafur á annað kvikindið en það er ekkert heilagt.

Jæja held að það sé ekki seinna vænna að fara að læra fyrir frönsku próf sem er á morgun, veitir víst varla af. En endilega komið með tillögur af nafni á þessi litlu saklausu grey........

Viðbætt

Þau eru svona 40 cm löng er eru svona stönglar eitthvað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home