þriðjudagur, september 07, 2004

Pistill frá Dýu systu ( skipulagsstjóranum)

Jæja þá var maður að fá heldur betur spark í rassinn frá litlu systu. Mar fékk það beint í æð að ekki þýðir að sitja yfir tölvuskrattanum og bora í nefið og mælir hún eindregið með því að mar fari að hamast í lærdómnum sem hún gefur í skyn að fái ekki nóga athygli hjá mér þessa dagana. Skipulagsstjórinn var t,d að enda við að láta mig vita að á meðan ég er að skrifa þetta blogg nær hún að vinna tvö verkefni. En alveg nóg um það......

Nú eru að fara í gang busavertíð í þessum blessuðu framhaldsskólum og verður því létt vikan sem eftir er þessarar viku. Busaball er svo haldið annað kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum og munu Í svörtum fötum leika fyrir dansi. Það er eitt og annað sem er þreytt við þessi busaböll, áfengi er ekki selt á svæðinu, ballið búið held ég kl hálf 3 ( sem er sá tími sem mar er oft að detta í gírinn) og svo er það að lokum aldurinn sem er á þessum busum, hann gerir manni það ljóst að mar er að verða ansi gamall fyrir þessa gerð af skóla.....En svo kemur það nú bara í ljós hvort mar láti sjá sig á svæðinu þrátt fyrir allt þetta eða ekki...............áhugasamir ballfíklar hafi samband.

Dýa var að líta á mig hornauga yfir borðið og sagðist vera búinn að gera 5 spurningar á meðan ég var að hólka þessu frá mér......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home