miðvikudagur, september 29, 2004

Stroka til að gleyma

Mar er að verða gegnumsýrður af menningunni. Í kvöld fór ég í leikhús á forsýningu á Vodkakúrinn. Þetta stykki er frekar einfalt og lítið í sniðum og eru bara tveir leikarar sem sjá um herlegheitin þau Helga Braga og Steinn Ármann bæði eru þau alveg þræl magnaðir leikarar þó sérstaklega Steinn Ármann sem öðlaðist nýtt líf hjá mér í bransanum eftir að ég sá hann vinna uppistandkeppni á síðast ári. Það var austurbær sem var vettvangur kvöldsins sýningin var nokkur fyndin á köflum og komust þau bæði nokkuð vel frá þessu. Þetta hlýtur að vera frekar mikil áskorun að standa tvö á sviðinu í tæpa 2 tíma og í mesta lagi skipta um karakter inn á milli....( hentar ekki öllum þessi bransi). Sýningin fær frá mér 3 drullukökur og hefði fengið hálfa til ef Helga Braga hefði ekki verið í þessu feita búningi allan tíman..



Ég var að ljúka við að versla síðustu skólabækurnar núna í vikunni og fór í Griffil sem er ekki til frásögu færandi nema að ég ætlaði að versla mér strokleður í leiðinni sem átti að vera svona svart lítið að gerðinni Boxy eins og allir eiga en fann það hvergi. Ég valdi mér öðruvísi stykki af annarri gerð og hugðist borga en spurði afgreiðsludömuna hvort Boxy væri búið hún jánkaði því en þegar hún sá hvað strokleður ég hafði valið þá leist henni ekki á það. “ Það er annað strokleður til sem vann Boxy í strokleðurkeppninni í ár og það heitir Staedtler” ég varð hissa, afgreiðsludaman fór og fann hinn nýja sigurvegara fyrir mig og ég fjárfesti í einu slíku.......
Boðskapur með þessari sögu er að ég á vinningsstrokleðrið í ár og ef einhver vill keppa í strokkeppni þá bara nefna stað og stund.......................

Er að vona að mar geti farið að læða inn skoti hér á allra næstu dögum.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home