þriðjudagur, september 28, 2004

Taki þeir það til sín sem eiga ! ? ! ? ! ? ! ? ! ? !

Jæja tel mig knúinn til að nefna hér aðeins á upphafsmetrunum smá mál svona til að létta á hjartanu......... Billi hvað er málið með þig, hvað finnst þér um hlutfallið ½ á móti 100 ? Finnst þér ½ vera næsti bær við 100 ? Ég ætla að reyna að koma með dæmi máli mínu til stuðnings : maður sem hefur orðið yfir 100 sinnum ofurölvi er að kalla mann sem einusinni hefur fundið smá breytingu af sökum áfengið fyllibyttu. Er þetta sanngjarnt af þeim sem oft hefur orðið ofurölvi eða ætti hann að skammast sín, draga sig í hlé, steinhalda kjafti og biðjast afsökunar ?

Ég vill vekja athygli á því að þetta dæmi hér að ofan á sér ekkert dæmi úr raunveruleikanum og er því bara uppspuni til að reyna að skýra fyrir lesendum !!!!!!!

Dagurinn í dag...var í skóla fram að hádegi og svo vinna í Sperta til 7, fínt að fá nokkrar aukavaktir allavega fyrir grænubókina.

Í kvöld fór ég svo í bíó á myndina Collateral með þeim Tom Cruise, Jamie Foxx, Jada Pinkett Smith í aðalhlutverkum. Þar er félagi Cruise allt í einu orðinn vondikallinn og fer það honum svona sæmilega. Myndin er frekar lengi að byrja en þegar líður á hana verður hún bara betri og betri og í lokinn ansi spennandi. Þetta er mynd sem ég mæli með að allir sjái allavega á dvd ef ekki vill betur. Stjörnugjöf já hún fær 3 ½ drulluköku af 5 eins og allir vita.

Fréttir – Stéttir . Styttist og styttist þó ekki verði nú meira sagt að svo búnu !!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home