miðvikudagur, október 27, 2004

Ertu dottinn í gírinn gamli ?????

Nú líst mér á kjjjallinn.....Jæja nú er mar að hamast við að sanka að sér efni og upplýsingum um Salmónellu. Já mar spyr sig....... er þetta nýtt áhuga mál hjá 4setanum ?
Nibbs ekki er það nú alveg, Ég er að vinna að heimildarritgerð sem á að telja 4-5 síður um áðurnefnt efni og á að skila á föstudaginn. Þeir sem þekkja mig trúa kannski ekki að ég sé með þetta á síðasta snúning, en svona getur víst gerst á skipulögðustu bæjum , ég fékk þetta verkefni fyrir einum og hálfum mánuði og var að byrja á því núna eftir miðnætti, þá er sko kominn fimmtudagur (dagur fyrir skil)
Já sveimér þá ef mar er ekki að fara að herða takið aðeins á náminu svona fyrir prófin, ég búinn að færa tölvuna frá sjónvarpinu og inní herbergi svo það er allt að hrökkva í gang. Já já já já já já.

Klukkan er rúmlega 2 og ég fer reglulega útí glugga til að fylgjast með tunglinu, það er almyrkvi í kvöld og er staðan eins og er að það er ¾ af tunglinu orðinn hulinn. Ég ætla að fara að kíkja útfyrir og vera í meira myrkri þegar það lætur sig hverfa.

Manni er bara skratti kátur í bragði og er ekki laust við það að það sé að skella á helgi í lundafari hjá honum já já já já já. Jæja ég ætlar að skella í mig tígó svo dríf ég mig útí nóttina valhoppandi og reyni að kreista fram spékoppa fyrir allan peninginn.......



Ekki erða varða.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home