þriðjudagur, október 05, 2004

Gaman að vera til.

Held nú að haustið sé að stimpla sig inn og það með alveg ágætis stæl, það er drullu kalt þó sérstaklega á morgnana og ekki er það að hjálpa manni á lappir, má nú varla við því að versna í þeirri hörmung. Það er kominn svona léttur helgar fílingur í mann var að spjalla við Stymma.....Þetta verður massa helgi, kallinn er að mæta á föstudaginn og er hann búinn að krefjast þess að móttökur verði fyrsta flokks, rauður dregill og læti ( sjáum til með það ) já já já já já já já ég er allavega orðinn fullur...................................eftirvæntingar

Ég hef skynjað það undanfarið að skapast hefur mikill órói meðal lesenda bloggsins og má ástæðuna rekja til hans Óla. Já Óli er greinilega með miklar skoðanir á hlutunum en vandamálið er að enginn veit hver þessi óli er, Þú ert hér með beðinn um að gera grein fyrir þér og þínum ferðum. Ég vona það dugi til að fá botninn í þetta dulafulla Óla mál og vænti ég því að linnulausum hringingum tengdum því heyra brátt sögunni til.

Annars er maður bara að hafa það alveg ótrúlega gott í baráttunni, tíminn líður frekar hratt og er önnin að verða hálfnuð og taskan ennþá útí bíl !!!!!!!!! Það er núna sem ég tel vera stað og stund að fara að rífa mig upp á rassinum og fara að sína þessu liði hvernig á að gera þetta.............Vast þú að kaupa þetta ????? Held allavega að Garon hafi trú á kallinum.........eða hvað ???

Er þetta ólæknandi. Ég stefni hraðbyri í það að verða bíllaus aftur og nýbúinn, ef einhver á undir rifi mola fyrir bíl alveg hrikalega góðan, lítið keyrðan og að sjálfsögðu á góðu verði má hann segja sig í samband.


Síðast og alls ekki síst þá lofa ég að fréttirnar líti dagsins ljós hér á síðunni fyrir næstu helgi. Mæli með að fólk hafi sætisólar spenntar og haldi kyrru fyrir í sætunum.



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home