mánudagur, október 11, 2004

Laxi og hjúts sófi.........

Héðan er allt gott og biður Laxi um kveðju og þakkar hlý orð í sinn garð við komu hans hingað í Vesturholtið. Ég er strax búinn að kenna honum ýmislegt eins og að synda aftur á bak, synda eins og höfrungur, brosa og segja Atli. Þetta er allt að koma hjá okkur félögum.

Jæja Helgin var í alla staði mjög fín. Á föstudagskvöldið þegar Danakonungur mætti vorum hér í firðinum og var mjög glatt á hjalla, bollan mjög fín og stíft drukkinn og gott ef mar sá ekki dansspor detta inn hér í holtinu. Held að við höfum verið í kringum 15 þegar mest var, um 2 leytið var svo taxi pantaður í miðbæinn. Það fór svo fram almálun í hæsta gæðaflokki og má segja að gengið hafi á ýmsu eins og við mátti búast kannski þegar þessi hópur kemur saman.

Laugardagurinn var líka frekar nettur, ég tók mér frí í vinnunni til heiðurs Stymma og fórum við í leiðangur um bæinn að skoða innbú eftir auglýsingum í fréttablaðinu ( þ.e.a.s fórum á heimili hjá fólki sem var að selja allt sitt) og það aðeins við skál var þetta nokkuð skemmtileg stemming, veit ekki hvað fólk hélt þegar mættu á svæðið 7 gaurar angandi af vínstækju. Allavega eftir daginn endaði ég með nýjan lampa og síðast en ekki síst nýtt hjúts stórt og mikið sófasett. Ef ég á að reyna að lýsa því þá er kannski best að segja að þegar Billson settist alveg uppí það þá dingluðu lappirnar fram af eins og hjá dverg, nær ekki nærri niður....Þetta er sett sem var keypt í habítat fyrir 4 árum á 300 þús, það er algjör snilld að liggja í þessu en ég veit ekki hvort það var það sem ég þurfti á að halda svona þegar mar er að reyna að herða tökin á námsbókunum !!


Í gær var svo vinna hjá mér og þaðan fór ég svo í matarboð hjá Dýu og Garon og mætti Ingi þar líka með fjölskylduna, alveg snilld að komast í lambalæri og brúnaðar kartöflur. Það hentar betur minni fjölskyldu að hafa lærissneiðar, passlegt í sniðum fyrir stóru fjölsk.....


Annars er mikið að gera í skólanum núna þessa vikuna sem er reyndar stutt, frí fimmtudag og föstudag eitthvað haustfrí sem er náttúrulega kærkomið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home