fimmtudagur, október 14, 2004

Lognið á undan storminum...

Jæja frekar slakur dagur í slökun. Ég afrekaði það að klæða mig um 1 leytið, alveg snilld. Gerði ekkert að viti í rauninni fór jú smá bílasölurúnt og er jafnvel að spá í að versla eina dós á morgunn, meira um það seinna. Mar liggur bara eins og skata í Þóroddi yfir tv og með sængina svona til halds og trausts. Laxi er hress og lætur ekki bilbug á sér finna.

Mér heyrist að það sé að skapast stemmari fyrir laugardagskvöldinu meðal almúgans og er bara gott eitt um það að segja.

En jæja ætli það sé ekki best að fara að drösla sér uppúr Þóroddi svo ég grói ekki við hann og kíkja í ræktina, ekki ræktar hún sig sjálf !!!!!!!

Skóþurrkan sem fyllti stælinn.........





0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home