föstudagur, október 22, 2004

Láttu gott af þér leiða asninn þinn........

Ekki hægt að kvarta þegar mar vaknaði í morgunn frekar en aðra föstudaga. Mar reis úr rekkjum með bros á vör og fann ilminn af Öxxxu leika um loftið. Helgin sem framundan er verður væntanlega eins og þær flestar hjá manni, vinna og vonandi mar ath aðeins stöðuna á miðbænum ( allavega á laugardagskvöldið og væri í lagi að heyra frá fólki sem er í sömu pælingum ).

Jæja Billi nú reynum við að fá botn í þetta lifrapylsu litamál. Ég komst einmitt í slátur hjá Dýu og Garon á fimmtudagskvöldið, það var mjög gott og held ég að við Garon séum ennþá að jafna okkur eftir ofátið. En þá komum við aftur af Billa og hans litblindu. Við urðum ósammála um litinn á lifrapylsunni annar okkar taldi hana gráa og hinn brúna. Nú legg ég það í hendur ykkar lesendur góðir að úrskurða í þessu máli með því að segja hvor litinn þið teljið á henni með commenti................

En annars bara allir góðir og mæli með því að allir sem lesa þetta commenti um stóra lifrapylsumálið og jafnvel líka um stefnu helgarinnar..........

Lifist í lukku og jafnvel smá ba-lekun...........................


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home