þriðjudagur, október 26, 2004

Sá á völina sem og kvölina nemann hætti við allt saman

Já já ég verð að segja það............... Var að koma úr vetfangsferð með skólanum. Mættum kl 9 í einhvern skóla á seltjarnanesinu þar sem staddur er stærsti stjörnusjónauki á landinu , ég varð nú fyrir hálfgerðum vonbrigðum með kauða því ég hélt að hann væri voldugri en raun bar vitni. Ég er reyndar mjög hissa á því að íslendingar skuli ekki eiga einn almennilegan stjörnusjónauka sem væri þá ekki staðsettur inní bænum ( það er mikil ljósmengun sem truflar við skoðunina hér í bænum ). Allavega var nokkuð gaman að prufa þetta og var sérstaklega gaman að sjá tunglið, það sást mjög vel.....

Fyrst ég er byrjaður á einhverjum þreyttum stjörnupistli þá vill ég minna fólk á að næstu nótt kl 12.06 byrjar tunglmyrkvi og líkur honum kl 06.08. Ef það er ekki ástæða núna til að vaka eina nótt þá veit ég ekki hvað..............Hummmmmmm

Ástir og átök nördanna................köflótt skyrta og hárið límt til hægri..mar sér þetta fyrir sér....

Tíminn líður og er ekki orðið langt eftir af skólanum....dead-line og aftur dead-line .......Þau hrúgast á mann núna og mar er víst ekki einn af þeim sem vinnur öll verkefni um leið og mar fær þau í hendurnar............því miður kannski.....

En jæja held ég verði að segja það að þetta er leiðinlegasta blogg sem ég hef skrifað, vona að þau verði ekki fleiri svona döpur.....

Nagaður öskubakki.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home