sunnudagur, október 03, 2004

Sestu svo þú meiðir þig ekki !

Svona létt sunnudagveiki þennan daginn....Já mar svona hálf slappur eitthvað, kemur víst fyrir á bestu bæjum.

Chelsea – Liverpool............Veit ekki hvað skal segja jú horfði á leikinn í vinnunni. Úrslitin ekki mjög jákvæð og voru mínir menn víst slakara liðið mest allan leikinn að þessu sinni.

Speki : Það er líklega eitt að finnast og annað að langa. Stundum finnst manni eitthvað og langar til að hafa suma hluti öðruvísi en þeir eru í dag, en það er víst ekki hægt að hafa allt eins og maður óskar og er alveg ljóst að mar fær aldrei allt sem maður vill. Að mörgu leyti getur mar stjórnað lífi sínu, og reyndar hefur maður ótrúlegt svigrúm miðað við marga aðra, það standa menni í raun allar dyr opnar.. Svo er sumt sem mar ræður ekkert við og getur engu stjórnað til um t,d allt þetta yfirnáttúrulega og að sjálfsögðu skoðanir, langanir og vilji hjá öðru fólki. Lífið er óskrifað blað og mar veit víst lítið hvað framtíðin hefur uppá að bjóða. Við lifum í núinu og þá er bara að reyna að gera það besta úr hlutunum hverju sinni. Þegar mar gerir mistök er víst það eina sem maður getur gert að læra af þeim og þroskast við hverja raun. Ekki breytir maður því liðna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home