mánudagur, nóvember 01, 2004

4SETI.....................

Stallur stalls. Ömurlega þreyttur mánudagur, mar gæfi mikið fyrir það fá alltaf alla mánudaga í slökun, nota þá aðalega til að sofa, horfa á tv, og gera ekki rass nema kannski að panta pizzu ef mar myndi nenna. En lífið er víst ekki fullkomið þó það sé massa gott sko.

Ég er svona nokkuð spenntur yfir þessum forsetakosningum í Bandaríkjunum en veit hreinlega ekki hvorn ég myndi kjósa ef ég væri að ganga að kjörkassanum, jú líklega samt ! þeir hafa alveg pottþétt sína ókosti báðir tveir og vonandi einhverja kosti... Þessar kosningar eru ekkert smá mál fyrir heiminn eins og hann leggur sig. Ég tel að innrásina í Írak hafa átt rétt á sér útfrá þeim upplýsingum sem hinn almenni borgari hafði á þeim tíma þegar hún var gerð. Eftirá er auðvelt að gagnrýna og spyrja hvað voru Bush að hugsa, Írak fyrr og nú ?????? .......Hef reyndar mjög gaman af rökræðum um þetta mál. Það eru endalausir vinklar á því, ég nenni ekki að skrifa meira um það í bili er farinn í bælið.

Kosningarnar snúast víst ekki bara um Írak, held samt að Bush nái endurkjöri.

Það eru ekki margir menn í heiminum valdameiri en forseti Bandaríkjanna á hverjum tíma.................Kannski hinn eini sanni 4SETI............humm ha



Loftbólu Bína.



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home