laugardagur, nóvember 27, 2004

Dræverinn á ferðinni..........

Vinna í dag, Nylon og Jagúar héldu uppi stemmingunni, Bubbinn átti að vera sýnilegur líka en lét sig vanta ( spurning hvort það tengist Dv í dag ?)
Já já já Annars alveg snar venjulegur laugadagur. Stefnan tekin á bústaðinn í fyrra fallinu á morg. Ég er nú samt eitthvað að spá í að gera eitthvað í kvöld, án áfengis náttlega......Ekki spurning, í lagi að bjalla ef það er eitthvað.

Ég vill benda fólki sem er endalaust í sukkinu og blindfullt á plönunum allar helgar og á hraðir leið til helvítis á “alþjóðlegu AA-ráðstefnuna sem haldin verður í Toronto, Kanada 30 júní til 3 Júlí 2005. Hægt er að nálgast meiri upplýsingar á eftirfarandi slóð: ........
"


En annars sýnist mér að það verðu nóg að gera hjá manni í jólafríinu fyrir utan það sem tengist djamm heiminum. Verð náttlega að vinna slatta svo ætla að reyna að flísaleggja smotterí ásamt því að koma upp græjum á baðherberginu. Finnst fólki eitthvað athugavert við það ? Ég er búinn að hanna þetta gróflega og ætla að versla tækið á morgun. Held það verði ljúft að liggja í baðinu með fréttablaðið í annarri og vatnshelda fjarstýringuna í hinni. TOPPAÐU ÞAÐ.

Ekki vandamalið sko...........


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home