fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Öllum borgið..........hefði nú haldið það

Jæja það var bara vaðið í að kaupa nýjan bíla í dag. Held að þetta sé næst ljótasti bíll sem ég hef átt ( toppar ekki Opel Corsu enda var það konubíll :-) En hvað um það bíllinn er ágætur að öðru leyti og nú vonandi getur mar farið að hætta að pæla í þessum bílamálum fram yfir próf allavega, virðist oft þurfa að vera akkúrat í bílaviðskiptum á próftíma. Ég var að telja saman hvað mar hefur átt marga bíla í gegnum tíðina og fæ ég upp töluna 15. Hélt að það væru nú fleiri ( getur reyndar verið að ég sé að gleyma einhverjum )

Já nýi bíllinn er Nissan Sunny, alveg svona ekta námsmannabíll. Ekki nóg með það þá er ég að spá í að stofna svona Sunny klúbb. Inntökuskilyrði eru að eiga Nissan Sunny 4 dyra. Þeir sem eru sjálfkjörnir í klúbbinn eru Diddi, Kobbi, Tommi og svo náttlega ég. Ég held að ég sé sjálfkjörinn formaður því bíllinn minn er nýjastur af þessum eðalvögnum já já já ja..........Fundar verða haldnir 4sinnum í viku og er æskilegt að mæta á Sunny bílunum ný bónuðum ( ekkert persónulegt Kobbi ) og að sjálfsögðu í Sunny gallanum sem við eigum og með Sunny derhúfuna, ekki spurning. Á fyrsta fundinum kjósum við ritara og gjaldkera og svo náttlega venjulega aðalfundastörf. Fundurinn verður haldinn í gull salnum hjá Ingvari Helgasyni. Hlakka til að sjá ykkur félagar.


munið að lífið er Sunny


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home