miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Og hver er hvað og hvað

Hvað er ég eiginlega ?

Aldurinn er náttlega mjög afstæður og segir ekki nema kannski hálfa söguna. Og verð ég að segja að aldurinn getur verið frekar varasamur í návist kvenna sem mar telur kannski vera á aldrinum 21-24 eru ansi oft í kringum 17 ára, drengir munið að fá að sjá skilríki ef verið er í slíkum pælingum því þær ljúga sumar( segja þeir) !!!!!!!!!

Þegar ég fór að kaupa eingöngu svona herra sokka og hætti í þessum íþróttasokkum þá held ég að hafi orðið heilmikil kaflaskil í mínu líf !!!!!!!!!!!!!

Kall ?

Ég er nú rétt liðlega 23 ára og í hvaða flokk ætli ég skipist í. Er ég orðinn Kall ? nei ansk er það ? vill ég nú alveg skrifa undir það í þeirri merkingu sem ég túlka orðið kall. Er ég unglingur ? Nei held að ég sé nú skriðinn yfir þann flokk allavega segir aldurinn það, já ég er kominn yfir það sem við köllum ungling, fékk reyndar aldrei unglingabólur og sá kafli sem tengist mútum var eitthvað sem ég komst nokkuð þægilega í gegnum ( ætli ég eigi eftir að fara í mútur ) nei ansk !

Ég gleymi seint þeim tíma þegar mar var á unglingsárunum og það vara alltaf veið að segja að mar ætti að haga sér eins og maður en samt hafði mar traust á við unglingsdverg eða barn. Þarna var ég aðeins að losa á hjartanu, þetta hefur leigið mjög á mér síðan ég var 16 ára. Uffff mikill léttir þar á ferð. Já já já já

En allavega ég er nú fullorðinn að mestu leyti, þó að mar passi að rækta barnið í sér og hafi gaman að lífinu. Ég hef ekki áhuga á að hafa einhverjar óþarfa áhyggur af einhverjum smáatariðum og er þá frekar aðeins kærulaus á móti. Mottóið er bara að hafa gaman af af lífinu ( stórt, gott og langt partý).........Einn dagur í einu og vera ekki með eitthvað of mikið skipulag á öllu heldur bara spila úr hlutunum eins og þeir koma. Enn allavega sáttur við guð og menn ( flesta menn allavega )

Jæja efast um að þessi pistill hér að ofan hjálpi mér í Efnafræði prófi á morgun. Best að fara að renna yfir það eitthvað með engan öl sér við hlið.................

Á 5 tíma í kennslu eftir á þessari önn..........+ / - það er nú það manni.


Brostu á rauðu asninn þinn.....



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home