þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Ohhh........

Mar er nokkuð sáttur með að fá snjóinn bara, það birtir yfir öllu og svona smá jólastemmari gerir vart við sig.

Þegar ég kom keyrandi heima núna seinnipartinn hefði ég gefið ansi margt fyrir það ef einn fjórfættur hefði tekið á móti mér þegar ég opnaði útidyrahurðina. Hann hafði mjög gaman af því að komast út í snjóinn og ekki þótti mér það verra að tætast í honum hér um hverfið eða útá golfvelli..............................................

Þær eru mjög skrýtnar þessar minningar og skjóta bara upp kollinum öðru hvoru og þá rifjast upp alveg fullt af alls konar skemmtilegum atvikum sem er reyndar gott að eiga þegar annað er ekki eftir.

Verð að segja að það er ótrúlegt hvað þessi dýr tengjast manni og skilja af sama skapi eftir risa stórt tóm þegar þau yfirgefa mann. Held að þeir skilji sem átt hafa og misst hvað ég er að tala um.

Frekar dapur e-d


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home