sunnudagur, nóvember 21, 2004

Svo það eru til sunnudagsmorgnar líka !!

Er ég búinn að missa af miklu undanfarna Sunnudagsmorgna ?
Ég var svona alvarlega farinn að spá í því hvort þeir væru ekki til lengur en í morgun þá upplifði ég einn slíkan og þarf því ekki að spá meira í það, það getur verið að þessi upplifun mín tengist því að ég er í þessu mikla bindindi sem er eitt það stærsta sunnan alpa. Já já já já já.

Lífið í hnotskurn hjá manni þessa dagana og næstu 2 ½ vikuna er bara að reyna að beita öllum mögulegum og ómögulegum ráðum til þess liggja yfir bókunum. Ég er meira að segja að hugsa um að prufa mjög sérstaka aðferð núna uppúr næstu helgi ( kemur betur í ljós síðar)

Ég renndi aðeins á Þrúðvanginn um á föstudaginn. Alltaf gaman að droppa við og ekki skemmdi það fyrir að húsmóðurinn á heimilinu var búinn að baka 3 eða 4 sortir af jóla smákökum.já já já já svona aðeins til að koma manni í jólaskapið....Það er reyndar ekki eins og ég sé ekki líka búinn að baka hér í holtinu, Lagkakan er einmitt í ofninum núna og að auki er ég búinn að baka 8 sortir, laufabrauð og kann ekki að nefna allar kræsingarnar á nafn og hananú.

Ég er eitthvað svo mikið að hugsa um framtíðina núna, þ.e.a.s hvað mar á að leggja fyrir sig að loknu stúdentsprófi og þar fram eftir gögunum. Það kemur eiginlega ótrúlega margt til greina að það verður eitthvað fróðlegt að sjá hvernig það endar ( það er margt verra en að vera kassastarfsmaður í Bónus, og hugsið ykkur að ef mar yrði valinn starfsmaður mánaðarins þá gæti mar dáið sáttur ) Og svo er spurning hvort mar reyni að fara í næstu stétt þar fyrir ofan. Að blása poppi í bíóhúsum bæjarins er eitthvað sem ég hef ekki heldur útilokað fyrir ævistarf( þar fylja mikil fríðindi sem ber að taka inní dæmið eins og ein og ein ókeypis bíóferð.

Fyrir þá sem eru svo óheppnir að vita ekki hvað það er að blása poppi þá er það að labba um bíósalinn með hjúst blásara á bakinu og blása öllu poppi og drasli niður í eitt hornið og moka því svo í svartan ruslapoka. Mjög gaman já já já já


Fréttir af Galaxy Stalone.

Laxi dafnar bara mjög vel hér hjá mér og biður hann fyrir kveðju. Sambúðin gengur að mestu eins og í sögu, þó hefur komið upp smá ágreiningur því hann vill hafa uppáhalds myndina sína í sjónvarpinu allan daginn ( leitin af Nemo) en ég sem húsráðandi að ég tel er ekki hrifinn af því. Það má nú ekki láta allt eftir þessum greyjum þá er hætt við því að baráttan við þau á unglingastiginu verði ansi erfið.

Uhhhh ef einhverjum vantar sjónvarp þá á ég eitt 32” ca 2 mánaða Panasonic tæki sem ég hyggst selja því ég ætla að fjárfesta í skjávarpa. Ég kenni nýja sófasettinu um þessar pælingar því það skyggir á tv. Tækið fæst á góðu, ekki spurning. ( ekki halda að ég hafi gaman af þessu veseni )


Stattu þá bara á þínum.......


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home