fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Væri alveg til í hliðrun !

Jæja þá er allri kennslu á þessari önn lokið og bláköld prófin nálgast hratt. Fer í próf núna á morgun og svo ekki fyrr en á miðvikudaginn, þá kemur þetta alveg í bunkum. Ég ætla að reyna að hægja aðeins á tímanum með því að leigja mér bústað í Úthlíð og halda þangað ásamt sérlegum, tryggum aðstoðarmanni mínum Laxa og vera þar fram á Miðvikudag. Þar er ég laus við hluta af því áreiti sem ég vill kenna um að ekki gengur betur en raun ber vitni að liggja yfir bókunum..... Aðalega er það Tv og netið svo náttlega allt hitt. Það er pottur og allt klárt í bústaðnum og væri ljúft ef þetta væri svona hefðbundin bústaðaferð með nokkra kassa af öl ásamt Captain og Magic....Nammmmmmmmmmmmmmmmm. En þannig verður þetta líklega ekki í þetta skiptið.

Ég afrekaði í dag að versla mér nagladekk sem ég gróf upp á kassa og náði að prútta þau niður í 12 þús, rétt ný dekk og bara hörku díll bara...já já já ekki að spyrja af því. (En ekki eins og það skipti máli svona almenn séð og örugglega er þér alveg sama lesandi góður)



Smá pæling hér: Ef mar mætti bara nærast á einni gerð að mat í frekar langan tíma ( segjum eins og 3-4 mán ) hvað væri fyrir valinu hjá fólki svona almennt ?

Ég þekki suma sem hafa og geta lifað á morgunkorni svo mánuðum skiptir ! Ég held að ég myndi velja (ja það er nú það, held að það verði allt frekar leiðigjarnt með tímanum) Ætli venjuleg klessusamloka yrði ekki fyrir valinu hjá mér, mar getur lengi þrælað einni slíkri í sig..........

Sem betur fer fá nú ekki allar þær pælingar og hugmyndir sem mar fær að lýta dagsins ljós hér á blogginu. Held að mar yrði lokaður inni ef mar myndi láta allt vaða sko.

Hvar var hún tekin ?



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home