föstudagur, desember 03, 2004

Mar er gull af manni....

Hefði alveg eins getað eytt þessum degi í baðkari til Betlehem því hann hefur farið í allt annað en þennan blessaða lærdóm.....

Afrekaði þó allavega að gefa Billson afmælisgjöfina, vegna slæmra veðurskilyrða til langferða undanfarið hafði ekki tekist að koma henni í réttar hendur fyrr en í dag. Þetta var náttlega ekki neitt venjuleg gjöf, Stórt plaggat með Nylon afritað af þeim drottningum og sérsmíðuðum texta handa félaganum, sjampóbrúsi sem eftir um eins og hálfs árs forræðisdeilu og ¾ notkun skipti um heimili en hann áskotnaðist okkur á ólafsvöku í fyrra sumar, þá splæsti kajjjjallinn í verkfæri nútíma kallmannsins eða nefháraklippur og síðast en ekki síst var þarna að finna blöðrur og fínerí. Þessu öllu var svo snyrtilega hent í svartan ruslapoka og ekið á hlíðarveginn.....Viðtakandi var held ég mjög svo sáttur sýndist mér á fyrstu viðbrögðum allavega.

Langaði aðeins að geta þess fyrir þá sem ekki vita og eru spes eins og ég og eru alltaf að reyna að spara t,d með því að nota þetta fokking frelsi. En allavega það er hægt að sjá yfirlit yfir hvað mikið hefur verið lagt inná það síðustu 3 mán á síminn.is.......Ég fékk svona nett sjokk, fyrir síðustu 3 mán er ég með rétt tæp 40 þús svo hér eftir kallið mig bara Atla Kollekt !!!!

Lífsins fegurð.......



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home