fimmtudagur, desember 23, 2004

Ragnheiður Gröndal............. SMIÐUR ?

Jæja alveg barasta þokkalega mjög fínt kvöld það !!!!!
Mikið af fólki í bænum og nokkuð gaman að flakka um miðbæinn þrátt fyrir að hafa svosem ekkert sérstakt að gera, oftast hefur mar verið að brasa í síðustu gjöfinni á þessu kvöldi en það fór lítið fyrir því í þetta skiptið. Það vantar enn slatta uppá að mar sé dottinn í jólagírinn en held að það gerist þegar mar kemst í sveitina á morg ( ekki seinna vænna allavega ). Þessi jól verða nokkuð frábrugðin undanförnum jólum þannig að mar kemur til með að sjá hvort það verði ekki barasta jákvætt...................


Hvaða dagur er mest í uppáhaldi hjá manni ?

-----Aðfangadagur er alveg pottþétt sá dagur sem ég held einna mest uppá og nýt ég þess alveg í botna að fara í sveitina og eyða þessum degi með fjölsk. Aðrir dagar sem ég held sérstaklega uppá eru nokkrir og hafa þeir náttlega allir sína sérstöðu og tengjast þeim misgóðar og miklar minningar.

Annars bjart framundan og allt massa gott bara.

En allavega kæru lesendur og vinir ” Gleðilega hátíð og hafið það sem allra allra best yfir hátíðirnar ”


Muna að hafa það gott, það er fyrir öllu.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home