miðvikudagur, janúar 05, 2005

Allt og ekkert í gangi.

Uhhhhh þessi dagur vara svona sitt lítið af hverju og þó. Ég og Laxi smelltum okkur saman í Sundhöll reykjavíkur og kom mér það verulega á óvart hversu mikið mar þarf að borga fyrir lítinn og saklausan gullfisk í sund sem í mesta lagi gerir flugu mein, ég get ekki með nokkur móti séð hvað Laxi minn myndi þvælast fyrir eða angra nokkurn lifandi mann en nóg um það.

Annars er mar bara góður hér í holtinu sem er nú að líkjast 5 stjörnu hóteli meira og meir, vantar bara Pottinn útá pall og reyndar pallinn líka en hann verður kominn í byrjun vors já já já já já.

Stundataflan mín fyrir þessa önn sem er að renna af stað er með þreyttara móti verð ég að segja, náttlega stútfull og svo er ég í 2 Frönsku og 2 Stærðfræði áföngum, er hægt að toppa þau leiðindi ?


Sól Sól skín á mig..................


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home