miðvikudagur, janúar 19, 2005

Ekki tapa gleðinni........Og ekki

Miðvikudagskvöld eru mjög svo þýðingarmikill fyrir mig .....Það skiptir vikunni i tvennt, þ.e.a.s í mánudag og þriðjudag og miðvikudag og svo kalla ég allt hitt helgi. Á miðvikudagskvöldum er mar dottinn í helgarskapið.

Dagurinn í gær var að mörgu leyti magnaður og minnistæður fyrir margra hluta sakir, litið um öxl , horft fram á við og bros allan hringinn ! ! ! ! ( djúpur ! )

Það er svona mest mikið lítið nýtt í þessu annars svona þannig séð allavega. Gengur allt sinn góða vanagang, daginn aðeins farið að lengja og sólin hækkar á lofti..........Spurning með vorlaukana ?

Stefnan tekin á það að morgun að sýna sig og sjá aðra í sveitinni ( aðaltilgangurinn er þó að fara að skoða nýfæddan Ingason betur, er lítið búinn að sjá hann ).

Mar er að komast í stemmara fyrir þorrablótið og held ég að það verði bara nokkuð magnað og kannski frekar frábrugðið þeim fyrri sem ég hef farið á en allt af hinu góða heldégnúbara.is


Búllsjitt@benjamín.is



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home