mánudagur, janúar 17, 2005

Flýg á skýi og glotti

Jæja mánudagur og helgin sem leið var mjög svo ljúf sko, mar er svo dannaður að mar hugsaði ekki einusinnu um það að kíkja á plönin ( toppaðu það )

Laxi fluttist í dag úr Bruggdalli yfir í einbýlishús og má þá segja að með batnandi fisk sé best að lifa já já já já já. Okkur Laxa áskotnaðist þetta flotta fiskabúr og er það smá hluti af ótrúlega mörgum spennandi röðum tilviljana sem virðast bara rigna yfir mann þegar mar býst kannski síst við. Allt virðist ganga ótrúlega vel upp og bara bjart framundan........

Mar hefur nú verið svona frekar þurr á manninn hér í bloggheimum undanfarið og verður framvinda mála að koma bara í ljós.....en er nú stefnan að reyna að herða aðeins takið á lyklaborðinu.


Faraldur Haraldur.........



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home