miðvikudagur, janúar 12, 2005

Fljótt skipast veður í lofti.is

Jæja héðan af hótel Holti er bara allt ansk gott að frétta. Ekki hafa komið upp teljandi vandamál í sambúðinni að undanskyldu því hvað Gísli talar mikið uppúr svefni. Það liggur mjög vel á húsbóndanum og virðist fæst geta farið í taugarnar á honum þessa dagana nema þá kannski helst hvað skólinn slítur annars frábæra daga í sundur fyrir manni :-)

Ég er hæst ánægður að vera loksins kominn með alvöru þvottavél og þurrkara, ef einhverjum vantar að láta þvo af sér þá er það ekki málið, ég er búinn að dreifa miðum hér um götuna og nánasta nágrenni þess efnis og hef ég fengið jákvæð viðbrögð fá fólki og mikið af þvotti sem ég nýt þess mikið að þvo. Þetta kemur reyndar talsvert mikið niður á nætursvefni en það er alveg þess viði !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!


Já nú skín sól á hundarass.............


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home