sunnudagur, febrúar 20, 2005

Bullandi endurnæring.

Senn tekur allt enda, í þessu tilfelli er það þessi annars ágæta helgi sem á í hlut og er víst að renna af stað enn ein skólavikan og er stefnan tekin á átak í hlutum tengdum náminu......Já já já nú skal tekið á þeim stóra sko.


Barnapössun, vinna og endalaus hamingja einkenndi þessa helgi. Seinnipartinn á laugardaginn bættist aðeins við ungukynslóðina hér á heimilinu þá komu tveir grislingar í pössun og annars bara ekkert nema gott um það að segja......Ég ætlaði að reyna að taka þá áskorun að skipta á kúkableyju en vegna fjölda óviðráðanlegra atvika og tæknilegra örðuleika þá einhvern vegin flosnaði ég frá því..............................

Uhhhhh var svo heppinn að vera þess heiðurs aðnjótandi að komast í það að keyra þokkalegan Benz um helgina...............Já 2-3 vikna S430 4MATIC....Þetta er held ég bara sá allra vígalegasti bíll sem ég hef á ævinni keyrt, kostar hér á klakanum eitthvað á fjórtándu millu...............Uhh fyrir þá sem ekki skilja hvað mar getur fengið útúr slíku þá langaði mig að reyna að koma þessari tilfinningu til skila með samlíkingum..... Ef þú ert karlmaður þá hugsaðu um Angelinu Jolie + Ísmola...........Eða ef þú ert kvenmaður hugsaðu þá um Brad Pitt + bernes sósu. Með þessu er ég þó ekki að segja að mér finnist þetta að fullu samanburðar hæft, en ég er bara að reyna að gera mitt besta til að koma tilfinningum til skila fyrir ykkur lesendur góðir.

------------- En ef þú ert karlmaður og færð meira útúr því að hugsa um Pitt kaflan en hinn þá ætla ég ekki að hafa um það fleiri orðu og set því . hér


Hugvitið er Forvitið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home