mánudagur, febrúar 14, 2005

"Áhugi = 10"

Verð nú að segja að helgin var mjög góð, kannski eins og við mátti búsast miðað við allt þessi misserin.

Þorrablótið á Hellunni var mjög gott, skemmtiatriðin alveg ágæt og svo er náttlega alltaf gaman að sýna sig og sína og sjá aðra á svona samkuntum. Sviðatungurnar góðar og Campari klikkaði náttlega ekki og þetta í góðum félagskap, held það sé ekki hægt að hafa það mikið betra. Mar hélt sig svona nokkuð á mottunni ( af gömlum vana trúlega og það kannski að hluta til vegna þess að ég var að vinna á sunnudaginn ). Afrekaði þú að vera ekki betra en það að hún móðir mín sá á vissum tímapunkti ástæðu til þess reyna að taka af mér neyslusjálfræðið í áfengisnotkun sem mér fannst fyrir neðan allar hellur, held ég hafi þó ósjálfrátt aðeins slegið af gjöfinni eftir það....Mar kann sig.

Dýa þú ert alveg áægt en mættir alveg velja betri tímasteningar til að leyfa mér að losa á hjartanu mínu, gæti verið ágætt að eiga það inni á öðrum tíma en rúmlega 7 að sunnudags morgni...........En takk fyrir gott boð og uppistand í leiðinni ( bytta ).


Snilld á snilld ofan.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home