fimmtudagur, febrúar 10, 2005

nammi nammi

Merkilegt að vera loksins að skríða uppúr flensunni og fá þá eyrnabólgu eins og þriggja ára barn í kaupbæti....Þá er víst lítið annað að gera en að vaða á annan skammt af penisilíni skiptir nú ekki máli fyrst mar er lítið kenndur við ölið hvort sem er.

Ég flokka mig seint undir það að vera orðinn gamall en þegar mar er kominn með lítinn gutta á heimilið þá sér mar að það er ýmislegt búið að breytast síðan mar var á þessu reki. Ekki átti ég sjónvarp og Playstation samhliða því að vera í fyrsta bekk nei þá lék maður sér með legg og skel og var það alveg hátíð ef mar komst yfir sviðakjamma og kannski smá ull svona til að krydda hversdagsleikann. Nú til dags er ekki talað um annað en HULK og þess háttar fígúrur í stað þess að hafa áhuga á heljarmönnum eins og Gunnar á Hlíðarenda, Grettir Ásmundarson og svoleiðis görpum , það voru menn sem kölluðu nú ekki allt ömmu sína ohhhh sei sei.

Jahérna.


Helgin að smella á og ekki frá því að það sé kominn smá spenningur hér innan veggja heimilisins fyrir blótið. Annars er meira og minna allt í gangi hér á Holtinu, verið að breyta og bæta, mála og sjæna, sparsla og spræna og ég veit ekki hvað og hvað. Mér sýnist þetta ætla að verða barasta helv flott eftir breytingar ( Ætli Vala Matt viti af þessu ). Stefnan er að reyna að klára þetta á morgunn.

Hey þið þarna CAMPARIÓVITAR reynið að gefa hlutunum séns, það eru ekki allir hlutir góðir í fyrsta skiptið en svo oft bara verða þeir betri og betri og stundum ómissandi og hananú


Dabbi Kóngur: þessi stimpilgjöld eru óþarfi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home