sunnudagur, febrúar 06, 2005

Stóð sko alveg fyrir sínu.

Hefði nú haldið það.......Mar loksins orðinn full frískur af þessari ansk pest og gott ef það var ekki norðlenska háfjallaloftið ásamt einni flösku af töfradrykknum CAMPARI ( sem er vanmetnasti drykkur á byggðu bóli ) sem réði úrslitum um það.......

Ferðasagan :

Ef mar rennir í gegnum þá bæi og þorp sem ég náði að skanna um helgina sem ég hafði ekki áður séð og varla vissi að sumir þeirra væru til !!!!! Dalvík, Ólafsfjörður, Grenivík og síðast en ekki síst aðalplássið Svalbarðseyri, verð nú að segja að það var alveg þverfóta fyrir menningarviðburðum þar og var ekki mikið um að mar træðist undir í fólksfjöldanum þegar mar labbaði um götur bæjarins um miðjan daginn. Á laugardagskvöldið blasti svo við mér “ Velkominn á þorrablót Svalbarðsströndunga 2005 “ Skemmtanagildið var alveg nokkuð gott og fór reyndar mikið uppá við eftir að skemmtiatriðin kláruðust. Helgin var mjög ljúf og má segja að mar komi nokkuð endurnærður útúr henni eftir að hafa látið dekra við sig á Gullströndinni ( eins og sumir vilja kalla hana ) ekki orð um það meir.


Hvenær er rétti tíminn ?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home