mánudagur, febrúar 28, 2005

Við reynum að hafa það gott.

Jæja þá tyllir mar sér niður í ný innréttuðu þvottahúsinu sem er núna orðið tölvu / lærdóms herbergi, fer sko eftir því hver á heimilinu á í hlut. Ég náttlega nota það til að læra en Hildur gerir lítið annað en að leika sér á netinu !!!!!!!!!!!!!!!!!

Langar aðeins að koma því á framfæri að við hér í holtinu erum að komast í helgarfrí......( um hádegi á morgun). Þetta er eitthvað sem ætti að hressa þá sem eru rétt að byrja sína vinnuviku, ég tala nú ekki um þá sem eru að púla á skólabekk. Og svona til þess að toppa þetta þá erum við að fara í bústað á morg og verðum allavega fram á föstudag ( ýkt óheppin að þurfa að liggja þar í pottinum með kaldan á kantinum, endilega sendið okkur góða strauma svo okkur leiðist ekki :-)

Mar er búinn að vera frekar duglegur undanfarið við að taka holtið svona nett í gegn ( breyta og sjæna ). Held að það styttist í það að við förum að halda stóra partýið ef það er e-d sem lesendur góðir kæra sig um.

Á laugardagskvöldið fórum við á Helluna í glæsilegt fimmtugsafmæli hjá fóstra vorum. Kvöldið var í alla staði glæsilegt, ekki var neitt til sparað og var öl á krönunum langt fram eftir nóttu og mikil stemming, við stungum reyndar af í höfuðborgina þegar leið á nóttina.


Anda inn - anda út..........Sumir gleyma :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home