sunnudagur, apríl 10, 2005

Blogg þurrðin skekur.

Er ekki eitthvað til í því að ef manni líður illa þá líður tíminn hægt ( kaldur sviti, erfitt með svefn, baugar, vonleysi og þunglyndi svo öfugt ef mar hefur það gott og líður vel ? Allavega tíminn líður svo hratt í holtinu að mar hefur ekki undan að uppfæra þetta blessaða blogg sem er náttlega hneyksli útaf fyrir sig. Ég ætla nú ekki að mæla tíman frá síðustu bloggfærslu á því hvað ég hef þurft að skipta oft um sjónvarpstæki, venjulegt sjónvarpstæki er með líftíma uppá c.a 10 ár svo að ef ég myndi mæla þetta þannig þá eru 30 ár frá síðustu færslu. En allavega er ég búinn að eiga 3 tæki. 32”- 37” – 42”. Ok ok má ég sjá ok ekki alveg 30 ár en allavega rúmar 3 vikur. Nett della það..........


Sameinumst tossar !!!

Núna er einmitt að skella á tíminn sem allir líkir mér fara að hugsa sér til hreyfings og taka tólfuna í næstu bókabúð til að versla restina af skólabókunum......Ekki nema rétt rúmar 3 vikur eftir svo það er núna eða í næstu viku eða vikunni þar á eftir og í allra síðasta lagi vikunni þar sem við henni tekur, eftir það held ég að mar sleppi því nú bararasta og skammist sín sonna nett.........

Eru breytingar af hinu góða ?



Það er alveg eins hægt að varpa fram spurningunni. Er valur LIÐIÐ ? nei það vita náttlega allir svarið við þessari spurningu.....................Ok.....Er betra að vera ofaná eða undir ? Þetta er spurning sem kannski vefst fyrir sumum aðrir eru alveg með þetta á hreinu..............HOMBLEST !!!!!!!!!!!!..............Ok best að fara að koma sér að efninu áður en ég flæki mig í míkrófón snúrunni......Það sem ég ætlaði nú að koma að og velta upp var nú máttur breytinga. Það er ótrúlegt hvað breytingar á stuttum tíma geta breytt stefnunni á þessari lífsins göngu og mætti stundum halda að sumar af þessum breytingum séu löngu ákveðnar fyrirfram, og eftir á myndi mar ekki geta hugsað sér lífið án sumra þeirra!!!. Ég held nú að þetta sé mikið til ákveðið fyrir mann og að það séu ekki bara tilviljanir einar hvernig spilast úr lífsins stokknum. Ef mar heldur rétt á þessum spilum sem okkur voru gefin, gelymir ekki að rækta sig sjálfan og þá sem stenda manni nálægast þá held ég að mar verið aldrei annað en góður.......



Tár bros og takkaskór.................og og og bara blóm

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home