miðvikudagur, apríl 27, 2005

Stilltu þig gæðingur !

Eins og það getur verð magnað að vera heima sveittur stundum þá getur það kallast í þreyttara lagi að vera vel sveittur á efrivörinni við undirbúning fyrir steinapróf sem er víst á morgun ásamt munnlegu frönskuprófi....... Já þá má valla sjá hvort er verra....Að rýna í einhverja steina og reyna að þekkja þá í sundur og það með nafni eða eldroðna fyrir framan kennarann í Frönskunni og langa helst að tala bara við hana á Dönsku !

Já ég er nú að melta það hvort ég eigi að skjóta annarri sögu í loftið sem er ekki síðari en sú hér að neðan, kannski erfitt að toppa Herbert Guðmundsson sem er sá heitasti í dag, en það er þó hægt !!!!!!!!!!!!

Það var þannig að einn daginn fyrir nokkrum vikum var ég ásamt Hildi staddur í einni af verslunarferðunum í Fjarðarkaup sem er ekki til frásögu færandi nema að þegar við vorum búinn að týna í körfuna og vorum að fikra okkur að kassanum í þeim hugleiðingum að borga þá.........................Ufffffff.............................Já þá er mér litið yfir öxlina á Hildi og sé þá að hrókur alls fagnaðar var þarna mættur í eigin persónu. Já hann labbaði þarna um með öryggið uppmálað, sólgleraugun á sínum stað, strýpað hárið vatnsgreitt aftur, ný pússaðir skórnir smellpössuðu við jakkafötin. Jesús hvað hann var virkilega svalur. Hver var maðurinn.....Jú þetta var enginn annar en Geir Ólafsson. Já nú kunnið þið að hugsa, er þetta sanngjarnt að 4SETINN fái að sjá báða þessa greifa og það með stuttu millibili ? Flestir yrðu í skýjunum ef þeir fengju að líta annað af þessum goðum auga yfir æviskeiðið. Já en svona er þetta víst bara, sumir eru heppnari en aðrir.



Á þessari sögu má læra að auðvitað mætir mar með sólgleraugun í matarinkaupinn eftirleiðis

Hvað næst Leoncie......Mar spyr sig

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home