miðvikudagur, apríl 20, 2005

Sumarið er tíminn......

Jæja þá er síðasti vetrardagur og kem ég til með að verða staddur á Norðurlandinu þegar sumardagurinn fyrsti stimplar sig inn. Það er stefnan að fara að leggja í hann norður til að vera viðstaddur eins og tvær fermingar á morgunn........Get varla beðið, hvað jafnast á við góðar fermingaveislur þar sem mar þekkir varla nokkurn mann....?

Rétt rúm vika í fyrsta prófið og ég búinn að hysja upp um mig buxurnar......Er nebblega búinn að redda mér öllum sólabókunum........Og er stefnan tekin á að taka þær úr plastinu un næstu helgi..........


Í þessum skrifuðu orðum sé ég að reykur stígur upp úr strompinum við álveriið í Straumsvík ..........Hvað ætli það sé í gangi annars. Tja mar spyr sig

Salta það ofaní tunnu og henda ofaní sjó



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home