mánudagur, maí 02, 2005

Skammt "reyndar ekki stórra" högga á milli

Það ríkir sorg hér í Holtinu. Ég sem var að enda við það að lofa góðri heilsu Galaxy Stalone hér að neðan en núna er hann látinn. Ég hef grun um að dauði hans sé því miður ekki með öllu eðlilegur, já nú kunnið þið að spyrja “ Var Laxi myrtur ? ” Svarið er jaaaaaaa ég held að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi borgarstjóri hafi með stöðugum hugskeytum og huglegu áreiti náð að slökkva þetta litla fallega líf hans Laxa okkar allra. Ef þetta er ekki kornið sem fyllti mælinn gagnvart samfylkingunni þá veit ég ekki hvað þetta á að kallast. Ef þú lesandi góður svífst einskis og vilt láta þennan úrhraks flokk komast til valda þá þú um það.....En jæja ætla nú ekki að sökkva mér dýpra í það í bili.


Laxi.....Minningin um þig lifir. Þegar við fórum félagarnir saman í sumarbústaðinn, fórum á Hellu um jólin og ótrúlega gefandi stundir sem ég átti með þér hér í Holtinu. Þegar ég kenndi þér að synda afturábak, með lokuð augun, segja Atli Töffari, hoppa eins og Keikó sem var fyrirmyndin þín. Núna fáið þið loksins að hittast hinumegin, Ég bið að heilsa honum.

Með fréttablaðinu í dag fylgdi blað frá Elko, það er svosem ekkert útá það að setja í sjálfum sér nema að ég mæli ekki með að fólk versli þar.......Expert rúllar.......En aftur að þessu blaði. Ég var að glíma við það að lesa Elko blaðið í baði og komst að þeirri niðurstöðu að það er alveg óþarflega stórt, ég er með þokkalega stórt baðkar en ekki heitan pott sem ég held að þurfi að vera til staðar ef mar á að geta athafnað sig og flett eðlilega í gegnum blaðið.


Lax Lax Lax og aftur Lax


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home