þriðjudagur, maí 24, 2005

Vogun vinnur vogun tapar....................

Jæja þá er maður búinn að taka lokaákvörðun í vinnumálum. Atli Snær sölufulltrúi með fasteignir skal það vera. Áningarstaðurinn er Xhús fasteignasala og er fyrsti vinnudagurinn á morgun. Ég er mjög spenntur að takast á við ný verkefni sem fylgja þessu og vona náttlega að mér farnist vel í starfi.

Þannig að hér eftir ef ykkur svo mikið sem dettur í hug að kaupa eða selja fasteign þá er fyrsta skrefið að bjalla í kallinn.

Ef þið svo mikið sem heyrið af einhverjum sem er að hugsa um að kaupa eða selja fasteign þá náttlega að plögga kallinn.

Ef ykkur dreymir að einhver sé að selja eða kaupa fasteign þá um að gera að kynna sér málinn fyrir kallinn.

Ef þið eigið skunk – anansie bol eða þekkið einhvern sem á slíkan grip þá öfundar kallinn ykkur.


Minni á snilldar leik annað kvöld.....Liverpool Vs AC Milan......mar getur varla beðið, það virðist ganga allt í haginn hjá þeim rauðu hér á klakanum ( VAL ) svo ég býst við því að þeir rauðu frá bítlabænum verði svipað stemmdir á morgun og massi þetta 2-1 eins og áður hefur komið fram. Held það séu ennþá nokkur stæti laus á Hótel Holti fyrir áhugasama ( ekki hægt að taka frá borð )


Plögga kallinn heillin mín þrátt fyrir bruna !!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home