miðvikudagur, júní 22, 2005

Aðeins að spá í þessu........HA

Kostir og Gallar við svona kvikindi ?



Á vinnustað sem þessum sem ég starfa á er þetta apparat. Það er hressandi fyrir gesti og gangandi að geta svalað þostanum og meira að segja valið um venjulegt eða kolsýrt vatn. Allt gott og blessað með það.

Starfsfólkið notar að sjálfsögðu vélina líka í mis miklu mæli eins og gengur. Alltaf þegar ég stend upp kem ég við í vélinni og fæ mér glas af vatni ( glasið er 0,2l ) og stundum gerir mar sér ferð að apparatinu til að væta kverkarnar. Þetta verður einskonar ávani og strax fyrir hádegi er mar búinn að landa á bilinu 10-15 glösum. Ég veit vel að vatn er hollt og gott en svo fer þetta að skila sér eins og lög gera ráð fyrir. Þetta þýðir í stuttu máli það að mar er búinn að fara 4-5 sinnum á klósettið fyrir hád. Það fer svipaður tími í hluti tengda vatnsdrykkjunni og hjá reykingarmanni að svala sínum þörfum ( reykingar eru náttlega viðbjóður og er ég bara að bera saman tímann sem fer þetta).

Þannig að spurningin er sú að ef mar væri vinnuveitandi myndi mar vilja hafa svona svelgi í vinnu sem eyða miklum tíma í ferðir tengdar vatni hvort sem talað eru um á eða af töppun.

Bara svona pæling

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home