fimmtudagur, júní 02, 2005

Pakk sneisa.....................

Það er í ýmsu að snúast hjá manni þessa dagana. Er náttlega orðinn höfuð titturinn í fasteignaheiminum og tróni þar á toppnum með fimm stjörnur / fullt hús stiga segja þeir !!!!!
Mér líst alveg mjög vel á nýjan vinnustað, góður mórall, allt klárt.

Ahhhhh kom konan með einn kaldan handa kallinum já já já já

Ég er að sigra heiminn hvað skólann varðar. Fyrir utan það að hafa rúllað síðustu önn upp með glæsibrag ( einkunnir verða birtar í heild sinni hér síðar ! ) þá ákvað ég að skrá mig í sumarskóla, þar tek ég 6 einingar sem ættu að minka það sem eftir er í stúdent töluvert. Þannig að mánud - miðvikud - föstud eru hreint afbragð....vinna til rúml 5 og svo skóli til hálf 11...........................Toppaðu það.

Nú fer að styttast í að mar fari að stunda útilegurnar. Við ætlum að reyna að vera dugleg við það þó að ég viti ekki alveg hvernig það eigi að virka ef mar er að vinna allar helgar í Exp. Mar þarf e-d að endurskoða heildar lúkkið á vikunni. Er full þéttur pakki en það er náttlega bara kalt mat.


Íbúð já........HAA

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home