mánudagur, júlí 04, 2005

Ahhhhh gott gott

Jæja þessi helgi var náttlega alveg tær snilld. Mar fór bara í það að vera í fríi um helgina og meira til, tókum langa helgi ( frí mánud ) Þetta hefur nú ekki gerst síðan ég veit ekki hvenær. Fórum í Húsafell á föst með Inga og Heiðbjörtu ásamt litlu snillingunum þeirra. Á laugardagskvöldið bættist okkur svo liðstyrkur þegar Dýa og Garon létu sjá sig. Það var fengið sér svona létt í könnu en ekki hvað. Svo á sunnud var haldið norður yfir heiðar þar sem sá stutti var skilinn eftir hjá ömmu sinni og afa, þannig að það verður svona aðeins annar bragur á heimilislífinu í holtinu næstu vikuna eða svo........

Annars er jú allt gott að frétta. Vinnan er að fara mjög vel af stað og mun betur en ég þorði að vona. Þær alveg detta út í kippum hjá mér íbúðirnar “ jaaa eins og heitar lummur “ Það er svo ekki spurning að þið lesendur góðir eruð náttlega dugleg að plögga kallinn.. ÞAGGI ????????

Mar er aðeins búinn að vera að hræra uppí bílamálunum hér á heimilinu og voru þegar mest var 4 bílar á heimilinu, er reyndar komið niður í 3 stk núna, jafnvel eins og einni Hondu of mikið............


Þjóðhátíð eða ekki þjóðhátíð það er nú spurningin.......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home