föstudagur, júlí 29, 2005

Augabragð.................

jæja föstudagurinn runninn upp og væri ég ekki að fara með rétt mál ef ég segði að það spennustigið væri 0 fyrir Þjóðhátíðina. Við förum með Herjólfi félaga á morgun - lau í hádeginu. Hef nú grun um að þetta verið nú aðeins frábrugðin þjóðhátið t.d þeirri í fyrra og allt á jákvæðan hátt, verðum t.d í heimahúsi og svo efast ég um að mar verði nú alveg hauslaus sko ! Billson, Gilli, Árni, Gummi, Ingó, Kobbi og co verða að sjá um að einir þetta árið. Já það má þakka fyrir ef mar hefur e-d áfengi um hönd yfir helgina því ég reikna frekar með því að nota tímann til að skoðunarferða, fara í útsýnisferðir á sjó og landi fara á söfn og reyna að vera í senn menningarlegur og sýna frúnni eyjuna fallegu sem rís í suðri. Ég þarf líka að fá minn tíma útaf fyrir mig á slóðum Keikó til að syrgja og skoða dvalarstað hans. Til hvers að vera fullur í dalnum og sjá allt í þoku þegar hægt er að gera svo margt margt annað skemmtilegt sem skilur miklu meira eftir sig, reynið nú að víkka sjóndeildarhringinn og sjá e-d annað en stútinn á flöskunni alla helgina já það er nú það. kæru lesendur og sérstaklega þið sem eruð að fara til eyja notið áfengið í hófi og lifið heil.


Skál í boðinu.........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home