mánudagur, júlí 25, 2005

Jæja hvernig endar þetta.........

Jæja enn ein snilldarhelgin að baki. Við fórum í Þrastarlund yfir helgina og sleiktum sólina eins og flestir landsmenn, mælirinn í bílnum sýndi þegar mest var 28 gráður sem er í það allra mesta lagi fyrir minn smekk. Mar náði að taka góðan lit og reyndar á mörkum bruna á stökum stað. Keyrðum Fannar svo í sveit á Sunnudaginn þar sem hann verður næstu tvær vikurnar.

Síðasta helgi var ekki síðri......Þá fórum við Hildur í helgarferð til Frankfurt, þar gistum við á 5 stjörnu hóteli og fengum 29-32 stiga hita allan tímann. Get alveg hiklaust mælt með Frankfurt, kom mér verulega á óvart hvað það var góð stemming í borginni. Við versluðum mikið ( allt annað verðlag en hér heima ) og skoðuðum okkur heilmikið um. . . . .

Næsta helgi er svo líka nokkuð spennandi því þá er komið að Þjóðhátið. Við förum út með dallinum um hádegi á Laugardaginn. Við ætlum að troða okkur uppá vinafólk á eyjunni. Það er lúxus að sleppa við að húka í tjaldi ( sérstaklega ef veðurguðirnir verðu ekki of hliðhollir ) en mar vonar það besta, mar er ýmsu vanur þegar veður á þjóðhátíð er annars vegar hinsvegar Þegar það er gott verður og sól á Þjóðhátið held ég að það sé ekkert sem toppar það.


Jú jú ágætt mjög .....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home