föstudagur, júlí 08, 2005

Meiri pælingar...........

Fyrir utan þær pælingar sem eru að togast á í manni í sambandi við Þjóðhátíð......Sem eru talsverðar get ég sagt ykkur, þá fór ég að spá í því hvað fólk er svona almennt séð að hugsa þegar það er að hlaupa upp stiga ! Erum við að tala um að það eigi sér stað útfærsla af hugartæmingu ?

Ég er að vinna uppá 4 hæð reyndar er til staðar bæði stigi og lyfta. Ég hleyp náttlega stigann í 95% tilfella til að tryggja ja svona hitt og þetta !!!!!!!! Ég hef tekið eftir því að þegar ég er á hlaupum mínum þá sérstaklega á uppleið þá virðist hugurinn tæmast að hluta og í mesta lagi þá er mar að hugsa hvað mar á margar hæðir eftir upp. Ég neita því að þetta tengist því á nokkurn hátt eins og stundum er sagt að karlmenn geti bara hugsað um eitt í einu. Ég er ekki að segja að mar geti ekki hugsað um allt milli himins og jarðar í stigahlaupi ef mar ætlar sér það heldur er ég að draga mína reynslu að slíkum hlaupum fram í dagsljósið og þegar mar kemur óháður án allra slíkra pælinga í stigann, þegar þú og stiginn horfist í augu, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Ég veit reyndar að með þessari pælingu á ég að rústa stigahlaupshugartæmingu hjá mér því nú á ég eftir afsanna hana í hverju hlaupi eftir þetta.



Má mar Spöglera

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home