Allt Gott eða næstum því........
Jæja Þjóðhátíðin klikkaði ekki þetta árið frekar en venjulega. Það var ágætasta veður nema þá helst á mánudeginum, var allavega mjög sáttur að vakna í heimahúsi en ekki í blautu tjaldi inní dal í roki og rigningu. Fórum út í talsverðum sjó með dallinum á laugardaginn, siglingin lagðist mis vel í okkur en það hafðist allt.....Stemmarinn sem myndast útí þessari litlu eyju er náttlega eingu lík, hápunkturinn finnst mér samt alltaf vera sunnudagskvöldið : Brekkusöngurinn litla flugeldasýningin síðast en ekki síst blysin sem lýsa upp dalinn......SNILLD. Við vorum sammála um að helgin hefði heppnast mjög vel og skemmtanagildið með ágætum. Við sigldum heim kl 2 aðfaranótt þriðjudagsins og lagðist mar á koddan sex hálf sjö, reyndar ekki lengi því það var vinna hjá okkur hálf 9 !
Jæja þá er kominn 8. ágúst og sumarið farið að styttast í annan endan, reyndar hápunktur sumarsins ennþá eftir en það er auðvitað sá 24....Ekki spurning.
Það er ekkert annað hægt en að lýsa frati á þessa blessuðu töðugjaldanefnd sem og sveitastjórnina með fyrirhuguð töðugjöld. Alveg furðulegur ansk að þurfa að vera að draga inn seglin með umfang töðugjaldana þegar í öllum svipuðum bæjarfél á landinu er unnið við að stækka álíka hátíðir og draga að sem mest af fólki og helst að toppa sig ár eftir ár. Mín skoðun er sú að sveitafl. getur alveg stutt betur við hátíðina, slík hátíð verður seint rekin með hagnaði. Miðað við þá dagskrá sem ég hef lesið á vef Rangárþyngs Ytra þá mæli ég með því við fólk láti ekki sjá sig á svonefndum töðugjöldum sem á að halda inní þorpinu og fari þá frekar í eina af síðustu útilegu sumarsins, held að það verða ofaná hjá mér og mínum allavega.
Skammist Ykkar ..............
Jæja þá er kominn 8. ágúst og sumarið farið að styttast í annan endan, reyndar hápunktur sumarsins ennþá eftir en það er auðvitað sá 24....Ekki spurning.
Það er ekkert annað hægt en að lýsa frati á þessa blessuðu töðugjaldanefnd sem og sveitastjórnina með fyrirhuguð töðugjöld. Alveg furðulegur ansk að þurfa að vera að draga inn seglin með umfang töðugjaldana þegar í öllum svipuðum bæjarfél á landinu er unnið við að stækka álíka hátíðir og draga að sem mest af fólki og helst að toppa sig ár eftir ár. Mín skoðun er sú að sveitafl. getur alveg stutt betur við hátíðina, slík hátíð verður seint rekin með hagnaði. Miðað við þá dagskrá sem ég hef lesið á vef Rangárþyngs Ytra þá mæli ég með því við fólk láti ekki sjá sig á svonefndum töðugjöldum sem á að halda inní þorpinu og fari þá frekar í eina af síðustu útilegu sumarsins, held að það verða ofaná hjá mér og mínum allavega.
Skammist Ykkar ..............
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home