mánudagur, ágúst 15, 2005

Blandað......

Jæja enn ein úrvalshelgin að baki. Við fórum í einnar nægur gaman í Galtalækinn seinnipartinn á föstudaginn. Leiktækin heilluðu þann stutta algjörlega, hann rétt lét sjá sig til að borða og sofa. Ótrúlegt hvað manni finnst stutt síðan mar var í hans sporum, með gamla settinu alveg áhyggjulaus og það eina sem skipti máli var að hamsat nógu ansk mikið í leiktækjunum. Er nú ekki að segja að mar sé neitt sérstaklega hlaðinn áhyggjum, það er allavega kannski aðeins meiri ábyrgð sem fylgir því að vera 24 eða 7 ára....Eða er það ekki ?

seinnipartinum á laugardeginum eyddum við svo á Hella City ( töðugjöldum ) Það var alveg ágætt.....Er reyndar einn af þeim sem vill hafa þessa skemmtun áfram uppá gaddstaðarflötum. Fannst sorglegt hvað það var lítið af utanaðkomandi fólki á svæðinu miðað við síðustu ár, má reyndar kannski líka kenna um lélegum og litlum auglýsingum fyrir helgina. En allavega held að allt hafi farið friðsamlega og stórslysalaust fram þetta árið og allir heilir.............

ágætt það !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home