þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Haustið kallar....

Voðalega hellist þetta haust bókstaflega yfir mann, Veðurspá næstu tvo mánuði RIGNING. Umferðin að þyngjast svo um munar núna þegar skólarnir fara af stað. Það eru engir rauðir dagar eftir á dagatalinu svo langt sem augað eygir. Aðfangadagur er á laugardegi svo þetta verða ömurlega stutt jól. Dagurinn styttist og styttist og skammdegisþunglyndin hrannast upp í bílförmum. Já nú er það svart..........

Ég reyndar sé ekkert nema bjart allan hringinn.....Gæti ekki verið sáttari með gang mála á heildarpakkanum. Er ekki að setjast á skólabekk í þessa skiptið í staðinn ætla ég að sitja á skrifstofunni minni og miðla íbúðum til landans. Á morgun eru víst 24 ár liðin frá því að kallinn leit dagsins ljós í þessu jarðlífi og er stefnan hjá okkur hjúum að taka frí það sem eftir er vikunnar að því tilefni meðal annars. Mér finnst veturinn alls ekki síðri tími en sumarið, mar notar bara aðeins fleiri kerti á veturna. Það er stefnan að hefjast handa við pallasmíði á allra næstu dögum, verður mikill munur að geta grilla á pallinum þó að það hausti. Þegar hann verður klár held ég að það sé kominn tími á þetta svokallaða áðurnefnda pallainnflutningsafmælis Party....... Ef að sólin skín ekki þá er bara að stara !! JÁ JÁ


Gór........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home