mánudagur, ágúst 29, 2005

Á skýi

Já þetta óvænta hér að neðan var ávísun á tæra snilld. Við keyrðum austur fyrir fjall og pjakkurinn var skilinn eftir hjá ská ömmu og afa, þaðan héldum við svo á Hótel Rangá þar sem beið okkur flott herbergi, þriggja rétta máltíð, pottur og freyðivín o.s.fv............ Með konunni og þessa uppskrift að auki. Ekki hægt að hafa það betra enda var þetta mjög ljúft og besta afmælisgjöf sem ég hef fengið, fékk reyndar líka góðan pakka þann 24. Það verður erfitt að topp þetta í nóv þegar Hildur á afmæli..... Ég reyni !

Ég er búinn að sjá það að mar er ansk auragráðugur því það er næstum því sama hvað mar er beðinn um ef það er nóg af $$$$$$$ þá er mar mættur á svæðið. Vorum að taka að okkur eitt slíkt verkefni núna á sunnudag og nær það e-d fram í vikuna.

Næstu helgi er svo fyrirhugaður reiðtúr, ég held og vona að það verði 100% mæting hjá hljómsveitinni SÍÐAR NÆRBUXUR MEÐ RÖNDUM að auki verða held ég báðir Bubba synir á svæðinu og jafnvel fleiri. Það er ekki laust við að mar áætli að útkoman verði hálf rök, góð og afbragðs skemmtun því ekki fer ég allavega edrú á bak......Það er ljóst !

Ólsen

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home