miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Tíminn líður......

Þessar vikur algjörlega hverfa...... Tíminn frá áramótum er búinn að líða fáránlega hratt, er það ekki þannig þegar mar hefur það gott og líður vel HEFÐI NÚ HALDIÐ ÞAÐ. Vinnan gengur vel og markaðurinn að taka vel við sér eftir svokallaða lægð sem fylgir sumrinu, það eru c.a tvær vikur í kringum versló sem flestir virðast vera að hugsa um allt annað en að kaupa sér þak yfir höfuðið t,d að reyna að ná sér í smá lit áður en haustið stimplar sig inn. Það verður aðeins öðruvísi að fara ekki í skóla þannan veturinn því það hefur nú verið venjan að vera að reyna að nema e-d en nú er það að vinnan. Held að fasteignasalar geti svona almennt séð farið að pakka niður, þessi markaður rúmar ekki MIG og ALLA HINA. held að þeir verði að víkja.

Ég rakst á dagskrá Töðugjalda á atvinnuferdir.is

Dæmi nú hver fyrir sig !


Föstudagur 12. ágúst.
Þykkvibær – heimili íslensku kartöflunnar.
Kynngimögnuð kartöflusúpa, sýning á kartöfluvélum, lifandi tónlist, ljósmynda- og listsýningar, markaðsstemning, útreiðartúrar fyrir börn, útsýnisferðir í fjárvagni aftan í traktor.

Laugardagur 13. ágúst.
Kl. 9.00 Götumarkaður opnar í tjaldi í Þingskálum á Hellu. Fjöldi handverksfólks úr Rangárþingi, matvara, sixties fatamarkaður ofl.
Búvélasýning Jötunn véla ehf.
Rússajeppar í Þingskálum.

KYNNIR OG STJÓRNANDI FELIX BERGSSON
Kl. 10.00 Sixties leikjanámskeið við sviðið í Þingskálum.
Kl. 11.00 Smalahundakeppni á íþróttavellinum.
Kl. 11.30 Þrístökkskeppni sveitastjórnarmanna í lopapeysu, föðurlandi og gúmmískóm.
Kl. 12.00 Sultuhlaup þingmanna Suðurlands.

Boðin verður rammrangæsk kjötsúpa úr stærsta kjötpotti landsins.
Sminka býður sixties smink og hárgreiðslu
Handverkshúsið Hekla á bökkum Rangár sýnir vinnu á handverki, bakar flatkökur og ástarpunga á staðnum og þar verður gítar Elvis Presley þæfður úr íslenskri ull. Fylgdu rauða ullarþræðinum frá Þingskálum og meðfram bökkum Rangár.

Kl. 13.00 Rokk karaoke keppni fyrir 16 ára og yngri.
Kl. 14.00 Sixties hárgreiðslukeppni.
Kl. 15.00 Töffara og skvísukeppni 16 ára og eldri.
Kl. 15.00 Hin landsfræga spuna og prjónakeppni Ull í fat verður haldin á milli prjónakvenna hvaðan æva af landinu. Keppt verður m.a. í að prjóna gangandi. Farandgripur afhentur sigurvegara að keppni lokinni.

Verðlaun í keppnisgreinum eru útsýnisflug með DC 3, Páli Sveinssyni, í boði Olís.

DAGSKRÁ Á SVIÐINU Í ÞINGSKÁLUM. KYNNIR ÍSÓLFUR PÁLMI GYLFASON.
Kl. 16.00 Hagyrðingamót undir stjórn Ómars Ragnarssonar.
Kl. 17.00 Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds.
Kl. 17.30 Guðrún Gunnarsdóttir syngur lög Ellýjar Vilhjálms.
Kl. 18.00 Ómar Ragnarsson syngur sixties topplögin sín.
Kl. 18.30 Lúdó og Stefán syngja öll sín bestu lög.

Risaútigrill milli kl. 19.00 og 20.00

ÍÞRÓTTAVÖLLURINN HELLU
Kl. 21.00 Sviðið fært yfir á íþróttavöllinn.
Kl. 21.45 Frumkvöðlar ársins 2005 fá viðurkenningu.
Kl. 22.15 Brekkusöngur undir stjórn Árna Johnsen.
Kl. 23.00 Flugeldar og lok hátíðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home