laugardagur, september 10, 2005

:-)

Þægilega mikil kyrrð yfir öllu á laugardagsmorgni í höfuðborginni.

Er staddur í á skrifstofunni, þurfti að hitta fólk í morgun til að klára eina sölu. Maður ósjálfrátt slakar á þegar mar horfir útum gluggann hér á fjórðu hæð, venjulega er mikil umferð og nóg að gerast hér í kring en núna er þetta allt ferkar rólegt. Það væri munur ef þetta væri alltaf svona og mar gæti keyrt Hafnafjörður - Reykjavík á 0,1.

Í dag og kvöld er bekkjahittingur á Hellunni....já svokallað reunion “81, ég sé mér ekki fært að mæta að þessu sinni ! vona að þetta verði hressandi skemmtun hjá þeim sem mæta.

En annars held ég að mar verði að fara að vinna í pallasmíðinni áður en sá danski mætir á svæðið, hann heimtar að fá að dansa í þrjá tíma samfeitt á nýjum palli þegar hann mætir í okt. Mar vill nú ekki missa af því, ég ætla að vera sérlegur aðstoðarmaður hans og sjá um bjór og tónlist á meðan dansinum stendur. Ég er reyndar að skoða þann möguleika að selja inná svæðið, en held að það verði seint fjárhagslega hagkvæmt.


Eitt og eitt

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home